þriðjudagur, 17. janúar 2012

39. Haustverkin.

Bærinn kæfulaus orðinn fyrir löngu svo að ekki mátti við svo búið standa.
 Hreinsaði fjall af fullorðinsslögum úr heimaslátruninni, tók reyndar slatta af algerlega fitulausum pörtum í hakk, en stærsti hlutinn fór í pott. (Smávegis í hundamatarpott.) Varð að sjóða í tvennu lagi, fjallið var svo hávaxið.
 Fleytti ofan af langmest af fitunni, er löngu búin að átta mig á að kæfan þarf ekkert nauðsynlega að vera spikfeit. Svo grófhakkaði ég einhver kíló af lauk og brúnaði slatta í senn á pönnu upp úr floti frá kjötpottinum
 Næst lá fyrir að hreinsa himnur og fáein bein úr soðna kjötinu, hakka og hræra og krydda og sjóða. Kryddunin fer í stórum dráttum þannig fram að ég tek duglega til í kryddskápnum.
Hræra svo enn betur í hrærivél og pakka í allar smádollur sem finnast, restin fer í selló.
Hér er svo afraksturinn, full skúffa í frystiskápnum. Nú kætast barnabörnin.

3 ummæli:

  1. Nú kætist amk ein tengdadóttirin líka. Svo góð þessi kæfa. Við kættumst ógurlega öll þrjú milli jóla og nýárs þegar Róbert fann 3 dollur með kæfu í frystikistunni. Héldum að við værum búin með það sem við fengum síðast hjá þér. Namm. Best að drífa sig í heimsókn í sveitina við fyrsta tækifæri. Kv Þóra.

    SvaraEyða
  2. Varaðu þig Þóra mín, það er aldrei alveg eins bragðið á milli ára, en þau segja mér hér að þessi sé ljómandi góð.

    SvaraEyða
  3. Hef ekki enþá fengið vonda kæfu hjá þér Ella ´mín.

    SvaraEyða