þriðjudagur, 23. júlí 2013

101. Þjóðhátíð

Það er líklega ekki seinna vænna að fara að koma inn þjóðhátíðarblogginu!
Eins og dyggir lesendur ættu að vita er það til siðs hjá okkur í Kaðlín að klæðast þjóðbúningum við afgreiðsluna 17. júní. Þetta fellur í góðan jarðveg hjá gestum okkar og er alltaf gaman.
Þennan tiltekna dag hafði ég einna mest gaman af þessum gesti sem sést hér og er að máta peysuna sem Gunna var að ganga frá. 
 Sú stutta lætur sér ekki bregða við að skella sér í íslensku ullina berhandleggjuð undir!
Úff ekki getur amma hennar það takk fyrir.
 Það var indælis veðurblíða svo að maður tyllti sér bara á dyra"helluna".
 Rétt að fækka aðeins fötum og fá lit á handleggina.
Sko, þetta gat ég!
Skömmu síðar stóð hún heilluð og horfði á bústna randaflugu sem flögraði allt í kring um hana, en sem betur fór fyrir þær báðar lét hún ekki ná sér.
Flotta ömmuljósið mitt.