föstudagur, 6. janúar 2012

36. Jólaboð.

Við héldum jólaboð eins og stundum áður. Ég kveikti víst ekkert á myndavélinni þann daginn en ég rændi þessum myndum af bloggi sem er læst þannig að ég get ekki sent ykkur þangað sjálf. Rétthafi þess bloggs hefur líka sagt að maður megi stela myndum af sínu fólki :)
Þegar svolítið hafði fækkað var farið að spila púkk.
 Agnar hefur yfirsýn yfir mig og hálfan Kjartan.
 Mamma og Ingimundur eru afar spekingsleg.
 Þarna heldur Ívan þétt um systur sína og nafna mín nærist á laufabrauði en hún var sérlegur aðstoðarmaður minn þannig að það voru 4 ættliðir að spila.
Kjartan horfir á mig afar gagnrýnu augnaráði en ég virðist ekkert láta það á mig fá.
Eins og sést er nóg til af gullkrónum á þessu heimili þannig að hægt væri að spila púkk á mörgum borðum.
Á meðan sinnir Jóhann Smári listsköpun og er greinilega búinn að slefa á öxl móður sinnar. Hann er orðinn óþarflega vandlátur á fólk þannig að hann er ekki nema rétt farinn að samþykkja mig yfirleitt þegar við skiljumst á ný. Afleitt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli