mánudagur, 12. mars 2012

49. Nýja (gamla) nafnið

Það er búið að vera svo óskaplega mikið um að vera undanfarið að maður veit bara tæpast í þennan heim eða annan og ekkert færi gefst til að blogga um allt þetta frábæra í tilverunni. Það er samt útilokað að blogga ekki um þetta um það bil strax:
 Hún systir mín var svo góð að lána okkur húsið sitt fyrir skírn í gær og það var afskaplega ánægjuleg stund. Ekki spillti nafnið: Elín Rut heitir stúlkan!
 Ég á þessar tvær ömmustelpur og þær bera báðar nafnið mitt. Lái mér svo bara hver sem vill þó að eg hafi klökknað. 
 Hér er allur hópurinn minn, aldrei auðvelt að taka mynd af hópi sprækra barna, þarna eru allir fínir nema kannski helst amman en það skiptir nú minnstu.
 Ljómandi góð mynd af mömmu með fertugasta afkomandann.
Brosandi mæðgur. 
Yndislegt allt saman.
Næst hlýtur að koma leikhúsblogg.

8 ummæli:

  1. Já akkurat, yndislegt allt saman :) Og núú, ég vissi ekki að sjálf skírnin hafði líka farið fram heima.

    SvaraEyða
  2. Til hamingju með fallega nafnið og þetta allt saman. Amman er ekkert smá fín í peysufötunum!

    SvaraEyða
  3. yndislegt er akkúrat orðið sem ég ætlaði að nota:)

    SvaraEyða
  4. Já yndislegt er orðið yfir það.

    SvaraEyða
  5. Þá hugsum við greinilega eins allar saman, þetta er bara yndislegt. Til hamingju Ella með hópinn þinn, glæsileg öll saman. Knús frá Álaborginni

    SvaraEyða
  6. Til hamingju með lánið og nöfnuna, barnalánið : )

    SvaraEyða
  7. Innilega til hamingju með nöfnurnar þínar og öll þessi börn bara! Ég er farin að hlakka óskaplega mikið til að verða amma, en það er nú ekki alveg í sjónmáli ennþá.

    SvaraEyða