miðvikudagur, 28. mars 2012

56. Hárið

Hárið er mikilvægur þáttur í leikgerfi og segir talsvert um tíðarandann. Til að ég geti haft þá greiðslu sem ég kaus í leikritinu varð ég að gera svo vel að sleppa því að fara í klippingu um tíma. Það finnst mér afleitt því að hárið á mér ber hreint ekki neina sídd. Þetta var fúlt þegar ég var að reyna að koma peysufatahúfunni sæmilega fyrir á hausnum á mér fyrir skírnina.
Já, hún Guðfríður er með fléttuna sína í hnút, tilbúin í réttirnar. Ártalið gæti verið + - 1960.
Þetta er hins vegar í alvörunni.

7 ummæli:

 1. Flott greiðsla! Mig langar líka að gera svona:)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Gerðu svona Nanna mín, þú hlýtur að vera með kappnóg efni til þess er það ekki?

   Eyða
  2. Jú :) Bætti við föstum fléttum í hliðinum. Varð bara mjög flott :)

   Eyða
  3. :) ... Jah, mér tókst bara engan veginn jafn vel og þér að taka mynd af því

   Eyða