laugardagur, 24. mars 2012

54. Út í heim

Snemma í leikritinu sendi ég tvær elstu dæturnar út í heiminn. Önnur fer til föðursystur sinnar á Sigló í síld en hin til móðursystur í Reykjavík til að læra að sauma. Hér eru þær ferðbúnar með flétturnar sínar.
 Síðar í verkinu koma þær heim í réttirnar. Búnar að kynnast lífinu svolítið og flétturnar farnar.
 Takið eftir ferðatöskunum. Á þeim báðum eru merkimiðar. Á öðrum er nafn föðurömmu minnar en hún dó 1950. Á hinni er nafn Siggu frænku og ég giska á að sá miði sé ekki mikið yngri. Brúna kjólinn saumaði ég utan um mína óléttu veturinn 1978-9. Útsaumuð blóm á vasa og berustykki :)
Ég sé það núna að það liggur við að þessi færsla ætti að vera á gamladagablogginu mínu.
Leiksýningar eru yfirleitt ekki nógu langar til að framkalla óléttur með eðlilegum hætti þannig að ég tálgaði þær úr svampi sem ég klæddi svo í sængurver til að ekki færi svamptætingur um hvippinn og hvappinn. Hér er lokamátun, ég þurfti nokkrar atrennur.

2 ummæli:

  1. Takk fyrir að deila þessu með okkur. Margur myndi örugglega vilja hafa þetta á facebook svo fleiri fengju að njóta bæði skemmtilegra útskýringa þinna og svo myndanna. Þú ert snillingur, og gaman að fá lýsingu á leikmunum hvaðan þeir koma og hver átti.

    SvaraEyða
  2. Takk Tóta mín, sendu bara þessa feisbúkkara hingað inn :)

    SvaraEyða