laugardagur, 7. september 2013

103. Höfðingi fallinn

Í dag var hann Naskur gamli felldur. Á þrítugasta aldursári.
Hann var búinn að þjóna vel og hans helsti kostur, að minnsta kosti á seinni hluta æfinnar, var hvað honum var vel treystandi fyrir börnum. Ófáir litlir afturendar hafa setið á honum spöl og spöl á eftir kindunum heim úr réttunum. Ég var þá alltaf á þönum að passa að allir fengju að prófa sem vildu. Sumum þótti stundum leiðin heldur stutt.
Hér er mynd sem tekin var á Hraunsréttardag fyrir nákvæmlega fimm árum - upp á dag!


Þeir eru flottir saman kallarnir hér uppi í Norðurhlíðarskógi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli