Yngsti sonurinn skellti sér í tvö stór verkefni í upphafi árs. Það mikilvægasta hafði í för með sér að hann fór í fæðingarorlof og fyrst hann var í landi brá hann sér í um það bil hálft annað nám í stýrimannaskólanum. Hann hafði frjálsa mætingu og sat löngum stundum og lærði í tölvunni og naut við það dyggrar aðstoðar dóttur sinnar. Þau náðu heldur ekki svo slæmum árangri: Einkunnirnar voru svona í vor: 9 tíur, 2 níur og 1 átta. Meðaleinkunn 9,7
Ekki slæmt.
Nú er hann hins vegar kominn til Caracas og verður á sjó á þeim slóðum næstu mánuði. Við litla nafna bröllum áreiðanlega margt skemmtilegt á meðan.
Til hamingju með soninn og nöfnu litlu:)
SvaraEyða