föstudagur, 4. maí 2012

63. Lömb hér og lömb þar

Allt á fullu í sauðburði, komin 50 lömb. Búið að ganga bæði vel og illa.
 Hér er Marta að lesa um íslenska mannfræði á pólsku fyrir Matta. Matti er gott dæmi um að gangi mjög illa og svo mjög vel. Það gekk afar illa að ná honum úr mömmu sinni og við vorum um tíma þrjú að toga. Mamman dó síðan og hann var svona tæpast lifandi allnokkra stund en ákvað svo að prófa. Við fórum með hann inn í eldhús og hann hjarnaði þar við með aðstoð hárþurrku og pela. Þarna er hann farinn að brölta á fótum.
Næsta ær, hún Kræða, var svo sem betur fór einlembd og tók fósturlambinu afar vel. Hér horfir hann á hana með aðdáun og virðingu þegar hún er að segja mér að vera ekkert abbast upp á hennar fínu lömb. Nú býr Matti alsæll með mömmu sinni og systur og rámar ekkert í að einhvern tíma hafi lífið verið öðruvísi.
Nú þarf ég að herða mig í að flá tvö lömb. Það er alltaf jafn ömurlega leiðinlegt en sútað smálambaskinn er mikið dýrindi. Já lífið er ekkert einfalt.

4 ummæli:

  1. Æ já, það er voða leyðinlegt þega lömbin lifa ekki af, en smálambaskinn er alveg dásamlegt.

    SvaraEyða
  2. Þetta er alveg dásamleg mynd af Matta og Mörtu :)

    SvaraEyða
  3. Mikið væri nú ljúft að vera smá með í burði...sjá þessi fallegu lömb.
    kkv.Drífa

    SvaraEyða