þriðjudagur, 24. apríl 2012

60. Ungviðið

Eftir blogginu að dæma gæti fólk haldið að ég ætti mér ekkert líf utan leikhússins en það er nú öðru nær. Það er bara í svo mörgu að snúast að mér fallast hendur. Undanfarnir dagar hafa verið sannkallaðir fjölskyldudagar. Til að byrja með kom yngsta manneskjan ásamt fjölskyldu sinni og var tvær nætur. Snilld.
 Við prófuðum róluna hennar ömmu og hún reyndist í ágætu lagi.
 Eldhúsvaskurinn líka ágætur. Svosem ekki hægt að synda þar en þá það.
 Afi skrýtinn stundum greyið.
 Svo þegar minnsta manneskjan var farin kom hin litla manneskjan sem er reyndar satt að segja hvorki sérlega lítil né létt lengur. Kom fljótlega auga á stærðar húsgagn sem stendur (bara tímabundið vona ég) inni í stofu. Sjáið bara hvílíkum feikna hraða maður hefur náð svona strax!
 Stillum þetta aðeins.
 Æih, best að standa bara við þetta.
Þegar maður fær eitthvað í svanginn er ekkert alveg víst að allt rati upp í munn í fyrstu atrennu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli