mánudagur, 30. júní 2014

114. Eldsmíði

Það er óhjákvæmilegt að setja hér aðra aprílfærslu. Ég nefnilega fór inn á alveg nýtt svið.
 Jakob setti hér upp eldsmiðju hjá hænunum í fjóshlöðunni. Með dyggri aðstoð undirritaðrar.
Þegar ég var svo búin að horfa á hann um stund varð ég að fá að prófa. 
Og þetta er æði!
Ég er að smíða mér stóra nál til að nota við hrosshársvef.
Ég er komin svona langt,
Efnið er tindur úr heygaffli og þarna er annar ósnertur til samanburðar.
Ég ætla ekkert að tala um hvenær ég verði búin að þessu enda skiptir það ekki meiginmáli sko.
Fleiri spreyttu sig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli