sunnudagur, 8. desember 2013

108. Eins og blómi í eggi

Þið labbið kannski um og haldið að hænuegg sé það sama og hænuegg?
Hér eru sýnishorn af afurðum búsins í haust og tilefni þess að ég tók myndina er tröllaukna eggið á öðrum endanum. Ég var svo forvitin hvort það væri ef til vill þríblóma að ég mölvaði það (var reyndar að baka aldrei þesu vant) en nei, bara tvær rauður. Enda hef ég svosem aldrei heyrt getið um fleiri.
Á hinum endanum er svo örverpi en slík birtast alltaf öðru hverju.
Óvenju mikið var um að hænur vildu liggja á þetta sumarið svo að allnokkrir unglingar eru nýfarnir að verpa og þá er óhætt að segja að sum eggin eru ekki stór en það potast nú allt í rétta átt.


1 ummæli: