laugardagur, 8. júní 2013

100. Já, hundrað!

 Já, svei mér þá ég fór í kvennahlaup!! Eða að minnsta kosti kvenna eitthvað. Ég var búin að hugsa það mikið að ég skyldi reyna en ég passaði að segja ekki neitt um það enda hefði ég ekki lagt í það fyrir ekki svo mörgum dögum. En í gær var ég alveg ákveðin, spurningin var bara með eða án hækju?
Hækjan var skilin eftir í bílnum og ég var bara með göngustafina mína en ég sá eftir að hafa ekki valið hækjuna. Samt, ég komst kílómetrann og ögn skemmtilegt að aldursforsetarnir, fæddar 1930 og 1937 voru svona að staldra við og hinkra eftir mér því þeim leiddist að vera að skilja mig eftir :).
Svo var frítt í sund og ávaxtahressing á bakkanum og frábært veður. Ég prófaði að synda og það gekk sæmilega en tók þó í og ég var rangskreið sem vonlegt er þegar ekki er hægt að beygja annan fótinn nema rétt í hófi, en þegar ég var búin að hita mig um stund í potti tók ég aðra hundrað metra og þá gekk mun betur. 
 Það er ekkert svo voðalega langt síðan skaflinn fór ofan af hvítasunnuliljunum mínum og ég hef ekki séð svona kríli fyrr, þetta eru einhverjir 10-15 cm.
Fjólan er líka að byrja að sjást. Ekki veit ég hvort nokkur muni sinna garðhirðingu þetta sumarið. Það verður bara að koma í ljós.

2 ummæli:

  1. Frábært! Hér eru fjölskyldufaðirinn líka farin að hlaupa eða svona næstum...Alla vega farinn keyra bíl.

    SvaraEyða