föstudagur, 28. september 2012

78. Haust

Það er komið haust. Ég get haft til marks um það að ég er farin að selja slátur og verð í því tæpar þrjár vikur. Annars er það sápa sem ég er með í hausnum núna vakin og sofin. Þegar ég er ekki að hugsa um kindur sem eru fastar í snjó og líður ekki vel. Á leiðinni heim úr sláturhúsinu á miðvikudag staldraði ég við og tíndi einiber. Sem eru ekki ber heldur könglar í dulbúningi. Þau eru græn til að byrja með en í lok annars sumars byrja þau að blána.
Ég ætla að nota berin sem eru ekki ber í sáputilraunir. Meira um það seinna.

2 ummæli:

  1. Mér finnst svakalega góð lykt af einiberjum og mun ábyggilega kaupa sápu með slíkum ilmi.

    SvaraEyða