sunnudagur, 13. nóvember 2011

22. Gangurinn framhald

Já þetta er framhald af færslu 19.
Síðast þegar ég málaði ganginn (sem var um leið fyrsta sinn sem ég málaði ganginn), sem var líklega árið sem Kjartan fermdist, (og dóttir hans fermist í vor svo að það hljóta að vera nokkur ár síðan), sá ég það af hyggjuviti mínu að ekki væri hægt að mála mjög dökkt því það yrði of dimmt og þröngt. Ekki heldur of ljóst því að hér ganga um menn sem eru stundum ekkert óþarflega snyrtilegir. Lausnin var að hafa efri hluta veggjanna hvíta en neðri hlutana í ljósgrábláum lit. Þarna var ég á gráa stiginu. Mér er orðið ljóst fyrir löngu að dekkri liturinn var allt of ljós svo að nú skipti ég um gír og gerði svona:
 Reyndar sá ég þegar ég byrjaði að liturinn sem ég keypti var heldur dökkur svo að ég hellti 3 lítrum úr fötunni og setti hvítt í staðinn. Stóllinn er í geymsludyrunum til að minna á að þarna er nýmálaður þröskuldur. Þar sem dúkurinn liggur út á hann ákvað ég að ekki gengi að hreinsa hann upp eins og hina þröskuldana sem ég sýndi HÉR þannig að ég málaði hann en lakkaði svo yfir með grimmsterka glæra gólflakkinu
 
Mig langaði að krydda svolítið. Húsið var ekki hannað með tilliti til lengdarinnar á stenslinum svo að stundum mátti hnika svolítið til á milli hurða.
Ekki gengur alltaf að nota stórvirkar vinnuvélar.
 Límbandið var mikið notað. Tómt vesen, eins og þið sjáið var ég ekkert að bulla þegar ég hélt því fram að þetta væru endalaus horn og kverkar.
en með þolinmæðinni hefst það, hér er bara eftir að setja eitt lítið hjarta.

1 ummæli: