laugardagur, 20. október 2012

81. Jurtafæði.

Við vorum fleiri á Hrafnagili en við mamma og Jakob, ég set bara yfirleitt ekki mjög margar myndir í hverja færslu. Jakob var nefnilega ekki einn á ferð, litla systir var með í för. Mamman leit af henni um stund.
Það er henni greinilega meðfætt að lifa á því sem landið gefur og njóta hollustunnar af því.
Ég er hrædd um að það séu fleiri en blessuð sauðkindin sem ráðast á skóglendið.
Áhrif birkis: Þvagdrífandi, bólgueyðandi, svitadrífandi, örvar lifrina og hreinsar blóðið. Arnbjörg Jóhannsdóttir.
Tíminn líður og síðast þegar hún var í sveitinni fékk hún sér sem oftar góðan dúr í gamla ömmuvagninum. Hér sýnir hún okkur allar hvítu perlurnar í munninum eftir blundinn.
Hún er farin að ferðast talsvert upp á eigin spýtur. Hér kannar hún aðstæður inni hjá afa,
kom sér síðan fyrir undir rúmi og kynnti sér nautaúrvalið á Hvanneyri.
Verið þið róleg, ég leyfði henni ekki að innbyrða neitt af nautablöðunum en eins og aðrir á hennar aldri er hún viss um að langbesta rannsóknaraðferðin sé að smakka og helst éta upp til agna sem flest. Bara svo sjaldan sem fullorðna fólkið skilur það.
Ég minni á að til að stækka myndirnar smellirðu á þær, "skógar"myndirnar njóta sín betur þannig.

1 ummæli: