miðvikudagur, 28. september 2011

8. Nýja hárgreiðslan

Fékk mér nýja hárgreiðslu í gærkvöldi.
Nei, ég var ekki lamin með flösku í hausinn. Og nei, labbaði ekki heldur á skáphurð. Hefði þá líkast til þurft að bakka. Á í brasi með að finna þægilega stellingu til að sofa nægju mína svo að það er best að blogga bara um stund, nóg er efnið. Bloggin mín væru bústin ef allt það blogg sem ég bý til í huganum kæmist alla leið hingað inn. Það má segja að maður hugsi í bloggum oft og iðulega, það bara hvetur ekki til framkvæmda hvað kommentum hefur fækkað. Ætli ég þumbist nú ekki við samt.

9 ummæli:

  1. Ætlarðu sem sagt ekki að segja hvað gerðist, þ.e. hvernig þú slasaðir þig?

    SvaraEyða
  2. Æi, ekki í smáatriðum en ég datt og fékk gat á hausinn eins og sagt er.

    SvaraEyða
  3. Varstu að reyna að afsanna fullyrðingu nöfnu þinnar um að gamlar konur hoppi ekki?

    SvaraEyða
  4. :) :) Sussu nei nei, ég fór ekkert upp, bara niður.

    SvaraEyða
  5. Hehehe við Elsu komment:)

    SvaraEyða
  6. Hæ mín kæra. Hvað er að gerast á norðurlandi? Þú ert önnur vinkona mín á norðurlandi sem er í sáraumbúðum eftir slys í heimavettvangi. Hakaðirðu ekki örugglega við það á skattskýrslunni? þ.e. tryggingu vegna slyss í heimahúsi held ég það heiti.
    Ég heyrði skemmtilegt viðtal við vinkonu þína á Hrísey í útvarpinu í gær.

    SvaraEyða
  7. Var víst ekki stödd í heimahúsi :(
    En hvaða vinkonu? og í hvaða þætti?

    SvaraEyða
  8. Linda úr Hrísey, allavega var ég viss um að þetta væri hún. Í morgunþætti eftir kl. 9 á þriðjud. Ég skal finna þetta í dag og senda þér slóðina.

    SvaraEyða