Synir smiðanna una sér hreint prýðilega í grindinni á meðan pabbarnir puða.
Ég fann ekki í fljótu bragði góða mynd af gömlu gluggunum en hér er ein frá því að unnið var að endurbótum á þakinu. Þessir gluggar sem núna voru teknir eru upprunalegir, þ.e. frá 1946. Flestir aðrir gluggar í húsinu eru eitthvað um það bil 30 ára en þeir þurfa að víkja líka, spurningin bara hvenær.
Sjáið þið bara hvað nýju gluggarnir fara húsinu einstaklega vel! Gaman verður að losna við neðri gluggana líka en við gleypum nú ekki heiminn í einum bita.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli