Æijá, ég læt bara verða af því að flytja hvunndagsbloggið mitt hingað, ég er orðin dauðhrædd um að hitt sé að fara í klessu. Nú í allnokkurn tíma hef ég farið af og til inn á heimasíðu blogcentral, en þar er hægt að sjá nokkrar síðustu færslur sem bloggarar hafa verið að setja inn. Án undantekninga eru þar eingöngu núna ný blogg sem augljóslega er verið að stofna af samskonar liði og var með athugasemdaárásirnar. Ég er að tala um mörg ný blogg á hverri einustu mínútu vikum saman, svo að ég skil ekki í öðru en að blogcentral springi bráðum. Að minnsta kosti virðast þeir ófærir um að verja sig.
Ég skal bráðum að rifja upp hvernig ég set þetta upp en nú fer ég að mála.
Velkomin á Blogspottið, hér er ágætt að vera. Hlakka til að lesa meira. Og já, gangi þér vel að mála.
SvaraEyðaTakk og takk.
SvaraEyða