mánudagur, 19. september 2011

7. Bloggið

Meðal annarra orða, það voru réttir í gær. Venjulega hefði það verið talið tilefni til að blogga en maður ræður bara við takmarkað í einu. Gluggarnir hefðu dugað mér en við vorum rúmlega 30 í réttunum og tuttugu borðuðu hér hangikjöt þegar búið var að reka heim.
Ég er í fjárans basli með myndirnar, þær verða svo smáar og aumingjalegar, ég er ekki búin að finna hvað ég geri vitlaust, ég held að ég hafi ekki breyst en hef grun um að tölvan hafi gert það, hún fékk smá meðferð í gær. Mér hefur líka verið sagt að fólk hafi ekki getað sett hér athugasemdir, ég held ég hafi lagað það. 
Ég mæli með að þeir sem ekki hafa bloggaraaðgang noti "Name/URL" frekar en "Anonymous" þannig að þeir geti merkt athugasemdina með sínu nafni en þurfi ekki að heita Anonymous. Það er svo asnalegt nafn.

Uppfært: Búin að laga myndirnar. Hér áður fyrr þurfti að minnka myndir til að þær gengju upp í bloggfærslum, nú prófa ég að hætta því. Þið megið gjarna láta mig vita ef  síðan fer að virðast of þung. Held samt að þetta sé allt í lagi.

7 ummæli:

  1. Ég get alveg kommentað. Takk fyrir helgina.

    SvaraEyða
  2. Takk takk sömuleiðis :)
    Hefði kannski verið réttara að segja "sumt fólk"

    SvaraEyða
  3. Ég get sko alveg kommentað líka :-)

    Ég varð fyrir svona erlendri tölvuárás á commentakerfið mitt, líklegast svipaðri og þú þurftir að reyna. Ég lokaði öllu og ætla að reyna að taka til í þessu, ef ég nenni. Annars hef ég verið í svo mikilli blogglægð að kannski sjoppan opni bara ekkert aftur... sjáum til. Læt þig þá allavega vita.

    Er samt ekki hætt að lesa þitt - sko :)

    En ef ég á að setja nafn - þá verð ég að gefa upp einhverja slóð (sem er lokuð) svo ég skrifa bara undir á gamla mátann.

    Svafa

    SvaraEyða
  4. Æ, ég er svo yndislega ósamkvæm sjálfri mér - að ég er búin að opna og ákveða að taka til síðar.

    Ég veit ekki hvenær ég ætla að verða almennileg í svona ákvarðanadóti.

    Svafa

    SvaraEyða
  5. Eins og sjá má á tilraun minni hér að framan þarf ekki að setja inn neina vefslóð þegar þú notar Name/URL

    SvaraEyða
  6. Ég minnka aldrei mínar myndir þegar ég set þær á bloggið. Þá getur fólk smellt á þær og séð þær almennilega. Það er skemmtilegra :)

    SvaraEyða