Þessi indæli sumarauki hefur heldur en ekki komið sér bærilega. Fyrir það fyrsta tókst að ganga endanlega frá öllum nýju gluggunum og búið að skila vinnupöllunum. Ekki var nú síðra að við Ingimundur tókum mína ónýtu þvottahússhurð af hjörum og héldum með hana út í garð. Umrædd hurð hefur verið ónýt síðan áður en ég kom hér fyrst og ég hef svona stundum verið að litast um eftir hurð sem gæti passað í dyrnar en ekki orðið neitt ágengt. Nú þegar gangurinn var orðin svo fínn að öllu (að minnsta kosti flestu) öðru leiti var ekki um annað að ræða en að gera bara við gamla skriflið.
Svona leit sem sagt bakhliðin út. Sem betur fór sást hún ákaflega sjaldan því að það er nánast aldrei sem fólk fer inn í þvottahús og lokar á eftir sér. Að því er mér skilst er þetta aðallega eftir einhvern löngu látinn hund. Neðst má sjá bakhliðina á biluninni sem sást alltaf á "réttunni".
Við skeyttum passlegum spýtum neðst og svo þar sem bæturnar komu til með að enda hvoru megin og Ingimundur hafði eftir nokkra leit fundið nothæfar plötur sem við felldum ofan í og sjá:
Hér er verri hliðin fyrir málningu
og þessi snýr að almenningi og við horfum alltaf á hana með aðdáun þegar við eigum leið hjá. Vissulega sjást skil þar sem bótin endar en það er barasta allt í lagi. Eins og af öllum hinum hurðunum var ég líka búin að taka húnana og hreinsa af þeim skít og gamla málningu.
Allt tekur þetta óheyrilega mikinn tíma en er þess virði svona eftir á.
Ég er reyndar ekki alveg búin þarna því að ég held að það sé vissara að lakka þessa hurð með glæra gólflakkinu vegna þess að það mæðir extra mikið á henni af vatnssulli og skít og plöturnar eru masonit sem er einhverskonar massi sem ekki er sérlega hrifinn af vatni í óhófi. Held ég fari í það þegar ég sé fram á að vera ein heima um tíma þar sem lakkið er svo lengi að þorna.
Vá! Hrikalega eruð þið flink! Ég á ekki orð.
SvaraEyðaSegir nú önnur flink! En ég er bara að hugsa um að trúa þér :)
SvaraEyða