sunnudagur, 13. nóvember 2011

23. Enn meira framhald

Best að halda bara áfram fyrst ég er í stuði.
 Sá að litlar upplýsingar voru komnar um stigaganginn.
 Þarna niðri í hægra horninu var ÞETTA LISTAVERK á bak við skógrind.
Ég sleppti því að mestu að mála hvíta hlutann í stigaganginum, Ingimundur þreif hann fyrir mig í staðinn. Norðurveggurinn er svo leiðinlegur og verður það þangað til búið er að klæða og einangra húsið utan en það er framtíðardraumur sem kannski rætist, kannski ekki.
Annar framtíðardraumur er að rífa ónýta dúkinn af stiganum og sá draumur skal rætast. Því fyrr því betra.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli