Jóhann Smári er ársgamall í dag.
Við fórum til Egilsstaða um helgina og tókum þátt í að halda upp á þessi merku tímamót.
Honum leiðist greinilega ekki neitt að klæða sig upp á. Þarna smeygir hann sér í samfellu sem passar alveg snilldarlega við fötin sem ég hafði í farteskinu. Meira um þau HÉR á gamladagablogginu mínu.
Undirfurðulegur á svipinn, enda ekkert venjulegt að vera að kveikja í matnum.
Fékk þennan öndvegisbíl frá foreldrunum. Svolítið bras að halda jafnvæginu ennþá, það flugu athugasemdir eins og að skella á manninn og sætið frönskum rennilás eða teppalímbandi.
Þetta er líka flutningabíll!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli