Datt í það í kvöld að fara að lesa lokaða bloggið sem við héldum úti um pabba þegar hann lá banaleguna. Lesturinn tók nokkra klukkutíma og ég skoðaði líka allar myndirnar sem við söfnuðum á síðuna. Það er gaman að lesa margt af þessu enda var talsverður húmor í gangi. Það er nauðsynlegt. Líka erfitt að lesa sumt. Ég átti snilldar pabba og ég er ákveðin í að taka hann til fyrirmyndar í viðhorfi til dauðans. Honum þótti hann hreint ekkert tiltökumál, við fæðumst og við deyjum, aðeins mismunandi langur tími sem líður þar á milli. Hann var sannfærður um að ekkert tæki við og var bara á allan hátt afskaplega sáttur. Ég var búin að gleyma að þarna get ég líka hlustað á hann því að þarna er upptaka af fundi með lækni. Gott að heyra röddina hans.
Sýnishorn af samræðum okkar, þetta var ca. 10 dögum áður en hann lést og hann átti orðið erfitt um mál:
Ég nefndi það þá að trúlega færi hann svo bráðum að sofa bæði daga og nætur og hann brosti þá og sagði að það yrði nú gaman.
Hann var prýðilega sprækur á meðan Dísa (systir hans) stoppaði en sofnaði svo fljótlega og svaf að mestu eftir það þangað til hann var vakinn í kvöldmatinn. Hann rumskaði þó einhvern tíman og spurði hvort hann væri ekki gríðarlega leiðinlegur, Ég hélt nú ekki.
Hann var prýðilega sprækur á meðan Dísa (systir hans) stoppaði en sofnaði svo fljótlega og svaf að mestu eftir það þangað til hann var vakinn í kvöldmatinn. Hann rumskaði þó einhvern tíman og spurði hvort hann væri ekki gríðarlega leiðinlegur, Ég hélt nú ekki.
Hér heldur hann á hinu elsta af 8 börnum sínum árið 1952.
Svona man ég hann þegar ég var krakki.
Hér ræðum við foreldrar mínir málin síðast þegar hann kom í heimsókn til mín. Þá frétti hann að ég ætlaði að halda jólaboð og lét sig þá ekki muna um að renna þennan spöl að sunnan.
Þetta er síðasta daginn hans heima hjá sér. Þau nafna mín hafa verið að segja eitthvað sniðugt.
Góðir pabbar eru æði. Minn er ansi fínn líka:)
SvaraEyðaGott :)
SvaraEyðaMér finnst afi alveg eins og Jói á efstu myndinni
SvaraEyðaÞú segir nokkuð Hlíf. Stundum sé ég líka dálítið af Kjartani yngra þegar ég skoða myndir, til dæmis á næstefstu.
SvaraEyðaBesti Pabbi í heimi
SvaraEyða