mánudagur, 5. mars 2012

48. Ömmuljósið

Um þessar mundir fer mestallur minn vökutími í menningarmálin. Leikhúsgeirann nánar tiltekið. Nánar um það síðar en það breytir ekki því að þessi unga stúlka er mér efst í huga alla daga.
 Hér erum við að ky(i?)nnast.
 Hitt erindið mitt suður var jú að láta rannsakast. Til þess varð ég meðal annars að þola það að ganga með 45 sentimetra af mjórri plastslöngu innvortis í tæpan sólarhring. Það er svona ykkur að segja andstyggilegt og ekki amalegt að eiga þá kost á einhverju góðu til að dreifa huganum. Gamall föðurbróðir barnsins er að athuga hvernig henni fer að vera svona brúnaþung. Hann er óttalegur bjáni stundum greyið.
 Amma fékk að vera viðstödd ýmsa merkisviðburði: Fyrsta baðið...
 ..þegar mömmu og pabba var líka kennt að gefa mér svo ljómandi gott nudd
 og ég brá mér í höfuðbeina og spjaldhryggs meðferð. Svipurinn bendir til þess að verið sé að velta fyrir sér hvort þetta fólk sé alveg í lagi? Málið er að ljúfan mín hefur þurft að þola svæsna ungbarnakveisu og verið var að leita allra leiða til að létta henni lífið.
Alveg slök eftir góða máltíð í fangi mömmu sem heldur að það væri allt í lagi að ropa dálítið. Og já, púðinn prinsessumerktur í bak og fyrir. (Hann er fenginn að láni.)
 Ömmu er umhugað um að stúlkan fái bestu menntun sem völ er á og hér dönsum við jenka. Amma syngur um Fríðu litlu lipurtá og hreyfir fætur barnsins eins og vera ber. Nemandinn steinsofnaði reyndar á meðan en það er bara betra. Hún er ákveðin í að vera dansfífl eins og amma þegar hún er orðin ofurlítið stærri. Ég hef beðið í ofvæni eftir að fá sent myndband sem tekið var af kennslunni en gémeilið vill ekki færa mér það. :(
Amma er líka að springa af stolti yfir honum pabba mínum því honum gengur svo glimrandi vel í skólanum. Það er þó ekkert skrýtið þar sem hann hefur svo ljómandi góðan leiðbeinanda eins og hér sést. Við verðum samt að taka okkur á þar sem síðasta einkunn var ekki nema 9,9 sem er ögn lakara en flestar einkunnir hafa verið.

3 ummæli:

  1. Ég ætla að setja myndbandið af jenka kennslunni á usb lykil og kome með hann norður og þú getur þá sett myndbandið inn í þína tölvu. Þá geturu kannski sett það hingað inn á bloggið, ja amk áttu það þá til hjá þér :)

    SvaraEyða