sunnudagur, 25. mars 2012

55. Á Sigló

Ekki var nú sama hvernig stúlkur klæddu sig í síldinni. Aðbúnaðurinn var ekki sérlega burðugur og þætti nútímastelpum líklega lítið til þvottaaðstöðunnar koma, bæði hvað varðaði fólk og föt. Þess vegna skipti það enn meira máli að hafa þokkaleg hlífðarföt til að ekki þyrfti mikinn tíma til að hafa sig til á ball strax og söltun lauk.
Hér eru þrjár síldarstúlkur með litskrúðuga höfuðklúta (gert með vilja til mótvægis við ljósa klúta heyvinnustúlkna) sem bundnir eru upp og fram og þær eru ballklæddar innan undir til að spara skiptitíma. Síldarsvuntur voru höfuðverkur en einhver hélt að þær fengjust ef til vill hjá Leikfélaginu á Húsavík. Þegar til kom voru það bara bráðvenjulegar frystihússvuntur og það dugði mér ekki. Ég hafði því samband við Síldarminjasafnið á Siglufirði og þar var bara alveg sjálfsagt að lána okkur fimm stykki. Gleði gleði. Ég skipti svo út ljótu grænu plastsnæri og ónýtu snæri fyrir alvöru snæri og saumaði saman rifu og setti nýja smellu þannig að þau tapa ekki á að vera okkur góð :)
Eins og glöggir lesendur sjá leika þessar stelpur líka diskógellur.

2 ummæli:

  1. Frábært að sjá allar þessar búningamyndir og lesa lýsingarnar. Þér er ýmislegt til lista lagt.

    SvaraEyða