þriðjudagur, 20. mars 2012

51. Næsti hópur.

Við kynnumst fólkinu í Gröf í heyskap.
 Þarna erum við, kvenfólkið á túninu; undirrituð, Guðfríður húsfreyja í Gröf ásamt dætrunum Ingiríði og Gíslínu og þremur kaupakonum. Ekki þó hinni einu sönnu sem getið er um í kvæðinu, hún kemur ef til vill síðar á mynd. Ég setti mér að finna nóg af ljósum og léttum kjólum í heyvinnuna. Einfalt mál? Það skyldi maður ætla, en nei. Það tók tímann sinn eins og sumt annað. Endaði með að breyta borðdúk í pils og þá var það leyst. Eftir nokkra leit að réttu höfuðklútunum gerði ég þá úr gömlum sængurverum, þar fann ég réttu litina. Ef einhver ykkar skyldi vita að klútarnir voru bundnir undir kverk, þá upplýsist hér með að það var fyrr, á sjötta áratugnum var í lagi að binda aftur fyrir. Við erum allar berlæraðar og stelpurnar í ljósum strigaskóm en eftir nokkra umhugsun taldi ég rétt að hafa húsmóðurina ögn settlegri og er í ljósum sokkum og hálfgerðum sandölum.
Gísli bóndi minn í Gröf ásamt einum syni okkar og 3 kaupamönnum. Leitaði töluvert að vinnuskyrtum sem ekki væru of nútímalegar. Efnileg módel piltarnir?

3 ummæli:

  1. Þetta eru mjög fallegir búningar og heildarsvipurinn sérstaklega góður finnst mér. Módellúkkið hjá strákunum er alveg að gera sig ;-)

    SvaraEyða
  2. Ég er sammála Hörpu í öllu sem hún segir.

    SvaraEyða
  3. Efnileg módel öll, piltar og stúlkur. Flottur hópur.

    SvaraEyða