Haft var samband við mig (algengt orðasamband) um miðjan desember og ég spurð hvort ég væri til í að leika svolítið í stuttmynd sem skyldi vera útskriftarverkefni frá Kvikmyndaskólanum. Ég er ekki vön að draga lappirnar þegar um er að ræða skemmtileg tilboð svo að ég var einn dag á Kópaskeri í byrjun janúar og lék þar Magneu gistiheimiliseiganda. Hér er ég eitthvað að ræða við tökumanninn í senu þar sem Magnea situr með kleinur og kaffibolla að leggja kapal.
Þetta var bráðskemmtileg reynsla innan um stóran hóp krakka á aldur við syni mína og yngri. Hápunktur dagsins var líklega þegar stúlka sem hélt um alla þræði og sá til þess allir væru á réttum stað á réttum tíma sagði að næst væru stelpurnar og leikkonan!!!! Þar var hún að tala um tvær stúlkur sem hafa lært leiklist og svo áhugaleikarann mig. Þetta kætti mig mjög. Einu sinni endur fyrir löngu var ég einn dag á Hjalteyri statisti í Í skugga hrafnsins svo að ég hef aðeins kíkt áður á bak við kvikmyndavélina. Eins og flestir vita fer mestur tíminn í kvikmyndaleik í að bíða. Ég fór að heiman klukkan hálfníu að morgni og kom heim um hálfellefu um kvöldið. Ég var í þrem eða fjórum stuttum senum auk þess sem ég stóð úti í glugga í um það bil óratíma. Þess á milli var spjallað og borðað og fylgst með því sem hinir voru að gera. Hér er fólk sem sá um framkvæmdina, leik, búninga og leikmynd, tæknimál einhvers konar og förðun.
Þetta eru útskriftarnemarnir Atli tökumaður og Ottó leikstjóri en það var hann sem hafði samband við mig. Við lékum saman í Landsmótinu á Breiðumýri um árið. Hann er trúlega frægastur fyrir Sleifaratriðið
Andlit á glugga, úú.
Nú er ég búin að vera í höfuðborginni í heila viku, kom heim í gær og þegar ég opnaði tölvuna var nýlega kominn þar inn póstur þar sem þetta stóð:
Myndin verður sýnd núna á miðvikudaginn 22 feb í Bíó Paradís.
Hún er 20 min og 5 sek á lengd.
ÆÆÆ, ekki væri nú leiðinlegt að eiga kost á að vera við frumsýningu myndar þar sem nafnið manns er á plakatinu! Það er sem sagt efsta myndin í þessari færslu. En jæja, ekki þýðir að fást um það, ég býst við að myndin verði sýnd á Kópaskeri einhvern tíma og þá er líklegt að ég skreppi.
Í næstu færslu kemur eitthvað gott úr höfuðborginni.
Uppfært:
Eftir að hafa leitað á síðu Paradísarbíósins aflaði ég mér nánari upplýsinga og frétti að klukkan 8 á miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöld verða sýndar útskriftarmyndirnar og þar sem þessi mynd er útskriftarverkefni tveggja nemenda er hún sýnd bæði kvöldin. Öllum heimill ókeypis aðgangur þannig að það gæti orðið þröngt og ekki vitað hvar í röðinni þessi mynd er. Mig langar í bíó en mér er þó nokkur huggun í að ekki verður neinn rauður dregill svo að ég missi ekki af honum :).
Sjá hér: http://www.kvikmyndaskoli.is/ news/detail/item18593/Dagskra_ syningarviku_Kvikmyndaskola_ Islands/
Uppfært:
Eftir að hafa leitað á síðu Paradísarbíósins aflaði ég mér nánari upplýsinga og frétti að klukkan 8 á miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöld verða sýndar útskriftarmyndirnar og þar sem þessi mynd er útskriftarverkefni tveggja nemenda er hún sýnd bæði kvöldin. Öllum heimill ókeypis aðgangur þannig að það gæti orðið þröngt og ekki vitað hvar í röðinni þessi mynd er. Mig langar í bíó en mér er þó nokkur huggun í að ekki verður neinn rauður dregill svo að ég missi ekki af honum :).
Sjá hér: http://www.kvikmyndaskoli.is/
SVALT! Til hamingju með þetta. Ég kemst væntanlega ekki heldur ekki í bíó - en kannski verður myndin sýnd í sjónvarpinu. Það má allavega vona...
SvaraEyðaNoh! Maður verður þá að reyna að druslast í bíó. Meira hvað þú ert fjölhæf kona:)
SvaraEyðaÉg frétti af fjórum sýningargestum sem skemmtu sér konunglega :)
SvaraEyðaElsa
Æi... missti af þessu - sá þetta of seint. Ég efast þó ekki um að þú hefur haldið myndinni uppi.
SvaraEyðaÉg segi bara eins og Harpa: Hún verður vonandi sýnd í sjónvarpinu :-D
Svafa
Fyrra sýningarkvöldið fékk ég sms: "æðisleg mynd og þú geðveik" Ég kýs að líta svo á að þetta hafi ekki verið sjúkdómsgreining.
SvaraEyðaSjónvarpinu já? Ég þekki lítið til í kvikmyndadreifikerfum heimsins en hef það á tilfinningunni að meirihluti skólaverkefna af þessu tagi gleymist hægt og hljótt en aðeins tiltölulega fáar nái flugi út í samfélagið. Nú er bara að bíða og sjá, mér finnst plakatið að minnsta kosti fínt :)
En gaman :) Lindalín sagði mér á facebook að hún hafði séð þig í bíói :)
SvaraEyðaMér skilst að þessar myndir séu settar á heimasíðu skólans á endanum. Hvenær veit ég ekki.
SvaraEyðaElsa