mánudagur, 13. febrúar 2012

46. Blótin búin

Nú er lokið þorrablótsvertíðinni af minni hálfu þetta árið. Óvænt varð að skera niður þar um 33,3 % vegna heilsubrests eiginmannsins þannig að við fórum bara á tvö en það má lifa lengi á þeim. Ég hef ekki keypt eða saumað nýja flík nýlega svo að ég notaði bara þægilegan útsölusamtíning en ég kryddaði hann með þessu:
og þessu:
Þannig var að í nokkur ár hef ég ætlað að þræða upp margföldu festina sem ég keypti á skranmarkaði í Ameríkunni um árið af því að hún lék það ítrekað að slitna. Loksins þegar Marta sat við borðstofuborðið einhvern tíma í janúar og framleiddi eyrnalokka lét ég verða af því eftir að hafa lengi leitað að rétta bauknum með festinni og öðru því sem til þurfti. Galli að baukarnir skuli vera ógegnsæir. Settist á móti henni og gerði þetta:
Það tók óratíma en ég er sátt við árangurinn. Fyrst ég var byrjuð á annað borð gerði ég næst kryddið á efstu myndinni og hófst handa með afar óljósar hugmyndir sem auðvitað voru ekkert í líkingu við árangurinn. Mjög gott að hafa gínu til að átta sig á hvernig festin gæti litið út. Þegar ég var búin að tína saman allt sem ég átti rautt og svart sá ég að mig vantaði meira af rauðu svo að Marta lét mig hafa rauða pólska kóralla og það munaði öllu. Úr því ég var nú þarna með allt við hendina lagaði ég líka aðra gamla einfalda festi sem er í góðum lit en það var meira bras þar sem hún er þannig úr garði gerð að kúlurnar eru steyptar á þráðinn þannig að ekki er hægt að þræða neitt í gegn um þær.
Nú virðist vera til siðs að vera með töluverðar flækjur um hálsinn en ekki bara einfalda spotta, ég hef sem sagt eitthvað af slíku að grípa til þegar á þarf að halda.
Rétt að halda áfram að pakka niður. Fer í dag í heilsufars og fjölskylduleiðangur suður á land. Frábært að veðurútlit er bara prýðilegt miðað við árstíma.

7 ummæli:

  1. Flott!
    Ég verð að fara að redda mér gínu, það er alveg ljóst.

    SvaraEyða
  2. En liturinn á þessum gínuhálsi er alveg hræðilegur! þetta er eins og háls á slátraðri rollu eða eitthvað álíka.
    Fríða

    SvaraEyða
  3. Gínan er bara úr þessu efni og ég hefði seint búist við því að þú færir að setja út á rautt! Gínan er sko í kjólnum mínum :). Ég þurfti auðvitað að miða við hálsmálið á honum.

    SvaraEyða
  4. Já, ég er alveg hissa á mér sjálf, en mér finnst þetta hræðilega ljótur litur þarna. Annarsstaðar væri hann fallegur, til dæmis á blómi úti í haga.
    Fríða

    SvaraEyða