Alveg er þetta tíðarfar ótrúlegt. Ég hef það sem mottó að láta ekki veður fara í pirrurnar á mér vegna þess að því er vonlaust að breyta með neinni tækni sem ég hef yfir að ráða. En samt. Síðan gluggarnir voru settir í 18. september hefur tæpast komið sæmilega þurr dagur sem gæfi færi á að þétta, kítta og mála í kring um þá. Örsjaldan var þurrt en þá annaðhvort rokhvasst, dimmt, frost, eða ég að selja slátur eða sinna öðru því sem ekki hefur verið komist undan. Eitt skiptið náði ég með naumindum að ljúka við að mála yfir kíttið með því að hafa lokið yfir dollunni nema rétt til að stinga penslinum ofan í því þá fór að rigna. Daginn áður mátti ég halda mér í pensilinn til að flögra ekki út í loftið... eða þannig.
Síðdegis í gær fór ég út þegar droparnir hættu að hanga allstaðar og skar frauð, tróð einangrunarpylsum og náði að kítta restina.
Um sexleytið er ekki lengur hægt að sjá almennilega til verka þannig að kannski kíttaði ég vel, kannski ekki.
Nú er eftir að vita hvort næst að mála það sem eftir er á þessu ári.
Skítt með veðrið. Aldrei í lífinu gæti ég unnið svona verk almennilega, ég kann það bara ekki. Þvílíkur dugnaðarforkur sem þú ert!
SvaraEyðaMig langar ekki minnstu vitund til að gera þetta heldur en það er enginn skárri á svæðinu til þess svo að þá er bara að ráðgast við smíðasoninn í símanum og treysta svo á handverksgenin.
SvaraEyðaÞað hlýtur að vera vel kíttað...þú ert með svo fínt ljós yfir hausnum á þér :)
SvaraEyðaRóbert Stefán