mánudagur, 3. október 2011

11. Hálfnað

Nú er slátursalan ríflega hálfnuð og var þó bara rétt að byrja. Þetta er bara heldur skemmtilegt en samt gott þegar það er búið. Maður gerir tæpast annað á meðan. Annað sem fylgir árstímanum er þetta:
Leggja horn í bleyti og sjóða, hreinsa, skafa og skrúbba með tilheyrandi ilm um allt hús. Hundleiðinlegt verk en snilldar hráefni.

2 ummæli:

  1. Hráefni í svo margt, aðallega þó tölur. Svo til dæmis sköft og skart af ýmsu tagi.

    SvaraEyða