Við tókum okkur til, mamma og flestir afkomendur hennar ásamt viðhengjum og söfnuðumst saman á Illugastöðum um síðustu helgi. Með mér í húsi voru eiginmaðurinn, tveir synir, ein tengdadóttir og þrjú barnabörn. Indælishelgi.
Eftir grjónagraut og lifrarpylsu í húsinu hjá okkur um hádegisbilið á laugardag var ákveðið að fara í huggulega fjölskyldugönguferð. Þar var fólk á öllum aldri og allir skemmtu sér hið besta.
Við fórum upp brekkur
og niður brekkur.
Tíndum ber,
yfirstigum girðingar og vatnsföll,
skoðuðum fornan vörslugarð (gæti á nútímamáli útlagst sem túngirðing en þó ekki),
og príluðum svo upp á hátt fjall. Það var að minnsta kosti talsvert hátt fyrir suma þó að aðrir hlypu upp.
Þarna sést af "fjallinu" norður Fnjóskadalinn.
Fnjóskáin getur ekki frekar en svo margar ár ákveðið hvert hún ætlar og velur alls ekki alltaf stystu leiðina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli