föstudagur, 16. desember 2011

32. Í kjólinn fyrir jólin.

Þetta er slagorð sumra ef ég hef skilið rétt. Það er allt útlit fyrir að ég komist í fleiri kjóla en venjulega um jólin ef svo heldur fram sem horfir. Alveg án þess að hafa viljandi gert neitt til þess. Ég vildi nú samt frekar að mér liði betur í maganum ef ég mætti velja. Þetta hlýtur að fara að lagast bara.
Að öðru; það er ekki gott að vita hvaðan á mann stendur veðrið stundum, og þó.
 Þetta er vesturglugginn minn nýi í sjónvarpsstofunni.
Og hér er norðurglugginn. Alveg magnað hvað snjóar oft mikið í kring um útiljósið, snjórinn er eins og flugurnar og leitar í ljósið.

1 ummæli: