Jú, það er blessuð blíðan og bæirnir allt í kring.
Mælum ber ekki alltaf saman. Hér eru gamli og nýi tíminn. Sá gamli kúrir upp við ekki allt of einangrandi glugga í skjóli við snjó og klakahellu og sýnir um það bil 3 gráður á meðan sá nýi sem hefur skynjarann utan á austurveggnum vill meina að þarna séu 11,4 gráður. Þetta var annan desember.
Hér sjáum við spána í gær klukkan 12 á hádegi. Eins og sjá má á þessu korti er ég ekkert mjög langt frá því að vera mitt á milli þessara þriggja staða, Húsavíkur, Akureyrar og Mývatns. Það er segja ef við miðum við loftlínu.
Svona var mælirinn hjá mér um hádegisbilið (18,3) en í kyrru veðri er samt vel hægt að nota sér snjóinn. Það gerðu Grettir og Ívan.
Í gær fóru bara sumir bílar í gang.
Nú eru ekki nema rúmar 13 gráður.
Hlýjar kveðjur að norðan.
Skemmtileg mynd af hundunum á bakgrunninum.
SvaraEyðajá, þetta eru feðgar.
SvaraEyðaSvipur með feðgum; hvað heita þeir?
SvaraEyðaÞetta voru þeir Kvistur og Laufi og eru því miður báðir látnir. Sá eldri missti heilsuna en sá yngri sem átti að taka við af föður sínum lést í bílslysi. Báðir voru með annað augað blátt og hitt brúnt.
SvaraEyðaEn hver er Grettir?
SvaraEyðaGrettir er vinur Ingimundar og býr í Mývatnssveit.
SvaraEyða