Nú til dags tala menn um olíu. Allrahanda lífdísil og hvað það nú heitir allt saman. Ég skal nú segja ykkur hvaða olíu fólkið notaði fyrr á tímum þegar ekki var til saumavélaolía á handhægum sprautubrúsa á hverju heimili.
Þegar heimaslátrunin er búin hér á bæ ákveður Agnar hvort hann ætlar að svíða allar lappirnar eða lætur sér nægja af yngsta fénu. Restina set ég þá í pott eftir að hafa þvegið þær vandlega eða, sem er enn betra, eftir að Ingimundur er búin að flá þær, sem er vont og erfitt verk. Svo er bara að sjóða og sjóða. Ég geri þetta helst til að hreinsa beinin og blogga um þau í næstu færslu en líka er feitin af fótunum sérstök. Hún nefnilega storknar ekki og mun það vera ráðstöfun náttúrunnar til að féð sé fært um að vera á beit í frosti og snjó eins og það varð að gera hér í mörg hundruð ár.
Ég sigta soðið í djúpt ílát.
Þarna sést hvernig fitan er ofan á eins og alltaf.
Og hér á ég fótafeiti í flösku. Þessi feiti helst alltaf eins og spunakonur notuðu hana til dæmis þannig að þær báru hana með fjöður í ullarkembuna til að afrafmagna ullina sem búið var að þvo alla fitu úr.
Ég ætla hins vegar að gera tilraunir með að nota hana í sápugerð en það verður að bíða til næsta sumars vegna þess að ég þarf líka ferskar ilmsterkar íslenskar jurtir í tilraunirnar.
Ég tek líka fótafeitina af sviðalappasoði en það er aðeins meiri lykt af henni.
Þetta vissi ég ekki! Það verður spennandi að fylgjast með þessu!
SvaraEyðaÞetta var athyglisvert
SvaraEyðaSannarlega athyglisvert.
SvaraEyða