föstudagur, 22. febrúar 2013

91. Sjokk



Þetta er á Skemmunni:
Slit á fremra krossbandi er með alvarlegri hnémeiðslum sem hægt er að verða fyrir. Í kjölfarið getur hnéð farið að hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga í langan tíma á eftir, jafnvel það sem eftir er ævinnar. Við þetta bætist sú staðreynd að auknar líkur eru á að greinast með slitgigt síðar á lífsleiðinni. 

Sjá hér:

http://hdl.handle.net/1946/11715


og þetta er á doktor.is:

    Þegar bólga í hnénu og verkirnir hafa minnkað er rétt að byrja sjúkraþjálfun, sem miðar að því að styrkja vöðvana umhverfis hnéið sem auka þannig á stöðugleika liðarins og að ná eins góðu hreyfiferli og mögulegt er. Við rof á fremra liðbandinu rifna einnig taugaendar sem hafa það hlutverk að nema stöðuskyn og eru okkur því nauðsynlegir til þrívíddarskynjun sé í lagi. Þessir taugaendar vaxa aftur og góð sjúkraþjálfun hjálpar til svo þeir nái að gegna hlutverki sínu aftur. Spelkur eru notaðar til að auka á stöðugleika í hnénu, þessar spelkur þarf að sérhanna fyrir hvern einstakling. Í þeim tilfellum þar sem sjúkraþjálfun og spelka duga ekki og valda því að einstaklingi með slitið krossband finnst vandamálið hamla því að hann geti tekið þátt í þeim daglegu athöfnum eða íþróttum sem hann hefur hug á, er rétt að huga að aðgerð.

Sjá hér:
http://doktor.is/index.php/component/content/article/90-sjukdomar-og-kvillar/167-averkar-a-fremra-krossbandi.html

og ég er í rusli.

Í dag vildi svo heppilega til að einhver afboðaði sig í sjúkraþjálfun og ég fékk tímann, tekin voru mál fyrir stuðningsspelku og ég lærði nokkrar æfingar. Líklegt að tími frá vinnu verði ekki undir 2 mánuðum og ég læt ógert að keyra sjálf næsta mánuðinn. Ég tautaði eitthvað að líklega myndi ég ekki krjúpa mikið við burðarhjálp á næsta sauðburði og hún leit upp og aftók slíkt með öllu.

3 ummæli:

  1. Æææææææ!Þú verður að fara vel með þið og reyna að láta aðra heimilismenn snúast aðeins í kring um þig.

    SvaraEyða
  2. Ég reyni að kíkja á þig á fimmtudaginn

    SvaraEyða