Í dag sá ég sólskin inni í húsinu mínu í fyrsta sinn síðan í nóvember. Jákvætt og skemmtilegt. Annað skemmtilegt var að vera í afmælisveislu ársgamallar ömmustelpu á föstudaginn var.
Hér hlusta þær mæðgur á stórabróður segja eithvað gáfulegt.
Fullorðna fólkið virðist alltaf vera að týna einhverju og nú spyr það barnið stöðugt um týnda líkamsparta, hér er verið að sýna Mörtu hvar nefið á henni er. Ég vek sérstaklega athygli á hárgreiðslunni!
Svo þurfti að frussa svolítið á kerti. Barnið hálfsá nú samt eftir þessu fína ljósi. Þarna er hún búin að hafa fataskipti, "einhver" sullaði víst kjötsúpunni á fína kjólinn.
Daginn eftir var svo þorrablót og það var mjög gaman, ég dansaði helling og söng eins og mér sýndist og spjallaði við fólk í hávaða og fann bara ekkert til í hálsinum daginn eftir!!! Aldeilis frábært. Sunnudagurinn var letidagur og þar var ekki fyrr en um kvöldið sem ég drattaðist aðeins út til að hjálpa til við að koma hrossunum inn, en þau muna illa hvar girðingarnar eru undir snjónum. Úti var glerhált og komin ný snjóföl ofan á svellið. Mér leist afar illa á þetta og steig ofurvarlega þar sem ég giskaði á að væri gamall skafl undir en ég giskaði vitlaust.
Nú er ég í fyrsta skipti á ævinni búin að nota bæði hjólastól og hækjur og það er ekkert sérstaklega gaman að vera til. Ekkert fannst brotið en líkast til er tognað liðband og rifinn liðþófi í hnénu og ég ligg mest með hátt undir fætinum og les eða góni út í loftið og rifja upp eitthvað skemmtilegt svona á meðan bakið drepur mig ekki. Ef ég hreyfi fótinn örlítið vitlaust er það logandi sárt en á meðan ég hef frið finn ég ekkert til. Get borið mig um á hækjunum með ýtrustu gát. Ét pillur og nota kaldan bakstur. Á að fara aftur til læknis á mánudag til að athuga hvernig hefst við og líklega mynda aftur.
Athugið samt að það er fullt af skemmtilegu í þessari færslu.
Þú átt alla mína samúð. Vonandi grær þetta fljótt og vel. Ótrúlega fúlt eitthvað að meiða sig þegar maður er meira að segja að passa hvar maður stígur niður. Ein vinkona mín sem fer alltaf út að hlaupa á morgnana vissi nákvæmlega hvar eini hálkubletturinn á hlaupaleiðinni var niðurkominn, en þegar þangað kom var hún annars hugar, steig á hann og ökklabrotnaði. En svona er lífið víst, fullt af óvæntum og óskipulögðum uppákomum.
SvaraEyðaÆji en leiðinlegt að lesa! Vona að þetta lagist fljótt. Sendi margar jákvæðar hugsanir, eða hvernig sem maður segir það nú á íslensku.
SvaraEyðaOg gaman að lesa hvað það var gaman á Þorrablóti :)
æjæjæj
SvaraEyða