Það hefur lítið upp á sig að undirbúa fermingarveislu ef ekkert er fermingarbarnið.
Hún staðfesti hátt og skýrt.
Bræður hennar tóku virkan þátt: Jóhann Smári var prestinum til halds og trausts, hann fikraði sig nær og nær, um hálft rassfar í senn í trausti þess að ekki nokkur maður tæki eftir því,
og Sölvi var aðstoðarmeðhjálpari afa síns.
Stelpurófan er að vaxa ömmu sinni yfir höfuð!
Hún valdi að vera í kjólnum sem ég saumaði á Maríu í West side story í fyrravetur, ég þurfti reyndar að þrengja hann svolítið og lagfæra en mér fannst hún gullfalleg. Hún var líka með eyrnalokka sem ég fékk í fermingargjöf og með sálmabók og klút sem mamma hennar fermdist með. Það var talsverð gjóla þegar var verið að taka myndir eftir athöfnina og mér dettur í hug tiltekin kvikmyndaleikkona þegar ég sé þessa mynd.
Þessi mynd er hreint ekki góð en ég læt hana samt koma með af því að gestabókin sem fermingarbarnið smíðaði og málaði sjálf er svo fín.
Hún hélt sína fyrstu einkasýningu þarna. Á borðinu eru ýmsir gripir, meðal annars silfursmíði úr skólahandavinnu vetrarins,
og á veggnum eru myndir, allt frá frumbernsku til þeirrar sem hún lauk við á meðan mamma hennar greiddi henni um morguninn. Gestir höfðu orð á að þessu þyrfti hún að halda áfram og það gerir hún mjög líklega vegna þess að á óskalista fyrir ferminguna voru myndlistarvörur. Það er ekki laust við að ég sé stolt af barnabörnunum mínum enda er hjá þeim talsvert af handverksgenum.
Uppfært: Hér er betri mynd af gestabókinni góðu, set hana hér þó seint sé.
Uppfært: Hér er betri mynd af gestabókinni góðu, set hana hér þó seint sé.
Þetta var góður dagur :) Ég sé að þú hefur náð myndum frá sjónarhornum sem ég náði ekki. Við verðum að bera saman myndir við fyrsta tækifæri.
SvaraEyðaÞað hefði verið skemmtilegt að vera þarna.
SvaraEyðaSvo myndast hún einstaklega vel fyrir framan vegginn sem frændi hennsr lagaði :)
Róbert Stefán
Til hamingju með þetta allt saman! Falleg stúlka og fallegur kjóll :)
SvaraEyðaTakk :)
SvaraEyðaMikið er hún fín og falleg. Og kjóllin fallegur líka. Sniðugt að hafa myndirnar og verkin hennar til sýnis, þetta er greinilega hæfileikarík stúlka, eins og hún á kyn tiil.
SvaraEyðaÓjá takk. Oft eru fermingarbörnin með einhvern tónlistarflutning en þetta datt henni í hug sjálfri og líka var sýnt myndband sem hún gerði ásamt vinkonu en kvikmyndagerð er annað megináhugamál.
SvaraEyðaOh vá æðislegur kjóll!
SvaraEyða