mánudagur, 22. apríl 2013

97. Ömmubörn

Hún sonardóttir mín fór að labba 16. apríl. Í fyrradag fannst henni rétt að prófa aðferðina hennar ömmu:
Spurning um að stilla gripina.
Annað hvort eru hækjurnar of langar
eða stelpan of stutt.
Svo sést hér önnur manneskja sem er geysilega athafnasöm.
Hún bröltir og byltir sér, hjólar með fótunum og sveiflar höndunum.
Það verður stuð þegar sú manneskja mætir í verkin. Það verður nú samt ekki í þessum sauðburði. Á þessu ári koma tvær nýjar manneskjur í hópinn minn. Myndirnar hér að ofan eru af þeirri yngri.
Sauðburður er hafinn, komin 8 lömb og ein á tíma í dag, en um næstu helgi fer allt á fullt og þá verð ég hvergi nærri. Klukkan hálf tíu í gærkvöldi voru komnar 11 vikur og ég er ofurlítið skárri með hverri vikunni sem líður en það er óskaplega langt í land að ná fullri heilsu. Á laugardagskvöldið hittust í Eyjafirði nokkrir strákar sem útskrifuðust frá Hvanneyri vorið 1968. Margir höfðu makana með og þetta var bara reglulega skemmtilegt. Gaman að hlusta á þá lýsa uppátækjum og rifja upp sitt af hverju í sambandi við nám og félagslíf. Þetta voru ekki allt saman algerir englar heyrðist mér. (Og vissi reyndar fyrir)

1 ummæli:

  1. Sæt hún Elín Rut. Og til hamingju með fjölgunina í ömmubarnahópnum tilvonandi.

    SvaraEyða