miðvikudagur, 23. maí 2012

66. Sástu Gretti?

Þessi hundur á að vera hér í vist en í honum er eitthvert ekkisens flækingsgen. Hann brá sér að heiman í gærkvöldi og fréttist af honum hér sunnan við okkur en hundahaldarinn hafði ekki tök á að bregðast við umsvifalaust sem kom sér illa því leit hefur ekki borið árangur. Þið lesarar sem til dæmis eruð staddir í Reykjadal megið gjarna koma til mín skilaboðum ef hann ber fyrir augu ykkar. Hann er mjög ljúfur í skapi og hálfgerð raggeit þannig að engum ætti að stafa ógn af honum þó að stór sé.
Hann er líklega núna með svörtu ólina sína.

1 ummæli: