sunnudagur, 29. janúar 2012

43. Ímyndir.

Ef þið viljið að mér líki sæmilega við ykkur, ekki þá tala um lítil börn (lesist: barnabörnin mín) sem prinsa eða prinsessur. Sem betur fer erum við sauðsvartur almúgi og ég held hreint ekki að kóngafólk sé öfundsvert. Mér hefur alltaf fundist prinsa og prinsessutalið tilgerðarlegt og hjákátlegt. Mér er hins vegar tamt að tala um þau sem engla og ljós ef ekki hvort tveggja í senn og sjálfsagt má deila um hversu raunhæft það er líka :) Mér datt í hug að nefna þetta þegar ég var að lesa þessa færslu hér hjá henni Eddu vinkonu minni þar sem hún fjallar um tengt málefni. Lítum bara á börnin okkar sem venjulegt fólk með mismunandi áhugamál og eiginleika og hjálpum þeim til að gera það besta úr því sem þau búa yfir. 
Nú sýnist mér við hæfi að hafa amen eftir efninu og setja hér mynd af litla englaljósinu mínu :)
Og aðra sem mér barst rétt í þessu, þetta eru allar ömmustelpurnar mínar:
Prinsessur? Hjálpi mér nei, sú eldri hefur yfirleitt kunnað best við sig sitjandi á rassinum í fjárhúsinu masandi við kindur eða hænur. Margfalt hollara og skemmtilegra en að pjattast um í blúndukjól með kórónu á hausnum.

5 ummæli:

  1. Voða sætar, báðar prinsessurnar þínar;)

    SvaraEyða
  2. En ekki hvað þú þarna frænkudrottning!

    SvaraEyða
  3. Oh, svo krúttleg litla prins....nei annars litli kútu....nei ég meina ....litla dýri....nei ég meina hérna annars sko litli púki....(nei ekki strax..)))...æ litla stelpuskott, nei ég meina -rófan...eða sko -dindill???

    Ætli maður verði bara ekki að kalla það sínu rétta nafni. Hún er fallegt lítið stúlkubarn (má ég ekki segja stúlku???).

    Hún er mjög falleg lítil stelpa, telpa hún ömmustelpa þín, Ella mín. Ég mátti til með að stríða þér smá, hahaha. En gaman væri nú að fá að kíkja á þig smá þegar þú kemur í borgina. Ég bý í næsta húsi við Landspítalann ef þetta fína tæki er þar? Gæti verið fín stoppistöð??

    SvaraEyða
  4. Þökk fyrir. Hljómar mjög skynsamlega, pottþétt að ég láti að minnsta kosti vita af mér.

    SvaraEyða